OPINN BORGARAFUNDUR

- um stöðu þjóðarinnar -

í Iðnó, laugardaginn 8.nóvember frá 13.00-14.30

Sjá einnig vefsíðu: http://www.borgarafundur.org/

Til hvers?

  • Til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum.
  • Á síðustu vikum hefur almennum borgurum hvergi gefist kostur á að tjá sig eða spyrja ráðamenn beinna spurninga.
  • Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum verður boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga, milliliðalaust.
  • Til að almenningur fái skýr skilaboð og sé ekki hafður útundan í umræðunni.
  • Til að leita spurninga og svara um hvað framtíðin ber í skauti sér.

Fyrirkomulag

Fundarstjóri verður Gunnar Sigurðsson, leikstjóri.

Fjórir frummælendur hefja umræðuna (5-10 mín hver):

Lilja Mósesdóttir hagfræðingur, Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi og Halla Gunnarsdóttir blaðamaður.

Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og hver sem vill fær tvær mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja spurninga. Svarendum eru gefnar tvær mínútur til þess að svara.

Hverjum stjórnmálaflokki verður boðið að hafa einn fulltrúa á sviði til að svara spurningum. Við boðum formenn eða varaformenn eða að þeir sendi sinn fulltrúa og hvetjum sem flesta þingmenn að mæta .

Fundurinn verður festur á myndband til sýninga á netmiðlum og fyrir sjónvarp. Settir verða upp hátalar bæði í forsal og fyrir utan Iðnó.

Fundurinn verður tekinn upp af RUV og sendur út Þriðjudaginn 11 nóv kl. 21.00 á Rás 1 í þættinum Í heyranda hljóði umsjón Ævar Kjartanson.

Settur verður fundarritari og tekin saman ályktun í lok fundar ef þurfa þykir.

 

Takmarkaður sætafjöldi – sýnum stuðning með þátttöku – spyrjum og heimtum svör – látum í okkur heyra.

F.h. undirbúningshóps: Gunnar Sigurðsson leikstjóri (gus@mmedia.is  - s: 897 7694) og Davíð A. Stefánsson bókmenntafræðingur (david@ljod.is  - s: 864 7200).