Hvað í andskotanum er verið að reyna að gera?
Koma af stað óeirðum?
Hvað heldur fólk að gerist þegar 2 ræðumenn fara að tala þarna yfir á sama tíma og skipuleggjendur annars þeirra eru með það eina markmið að reyna að skemma fyrir hinum?
Er "friðar"sinninn virkilega búinn að fá leyfi fyrir sínum pall?
Ef svo... hver veitir það leyfi? Er það borgaryfirfvöld eða lögregla -því ef það er komið leyfi þá er það mjög illa ígrúndað.
Ef hann er ekki kominn með leyfi - hvað þá?
Tilgangurinn er augljóslega að tvístra og skemma.
Ég mun hinsvegar ekki láta þetta stoppa mig frá því að mæta á Austurvöll í friðsöm mótmæli og mæli með því að fólk fjölmenni aldrei sem fyrr til að sýna samstöðu.
![]() |
Nýjar raddir boða fund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 17.1.2009 | 12:29 (breytt kl. 12:30) | Facebook
Athugasemdir
Ástþór er athyglissjúkur og sér ekki lengra en nefið á sér, ef hann sér svo langt, ef hann mætir og byrjar að gjamma upp í aðra þá er ekki nema eitt að gera
ÚÚÚÚAAAAAAAAAAAAAA....... Á HANN.
Sigurveig Eysteins, 17.1.2009 kl. 13:03
Hann þarf ekkert leyfi. Það er hinsvegar alveg í valdi fundarmanna að stöðva þetta nema þá að löggan taki þá afstöðu að hleypa þeim að, í von um að fylkingum slái saman.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.