Skoðið heimasíðuna: www.borgarafundur.org
Þriðji opni borgarafundurinn verður haldinn á NASA við Austurvöll, mánudaginn 17. nóvember klukkan 20:00.
Í pallborði verða ritstjórar og fréttastjórar helstu fjölmiðla landsins, auk fulltrúa frá Blaðamannafélagi Íslands.
Hvetjum ríkisstjórn Íslands og alla alþingismenn til að mæta á svæðið, hlusta á sína kjósendur og vera með í umræðunni. Hvetjum ennfremur alla fjölmiðlamenn og konur til að mæta og taka þátt.
Til hvers?
Til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum.
Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum, bankastjórum, fréttastjórum og öðru fjölmiðlafólki er boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga, milliliðalaust.
- Til að almenningur fái skýr skilaboð og sé ekki hafður útundan í umræðunni.
- Til að leita spurninga og svara um efnahagsástandið.
Fyrirkomulag:
Fjórir frummælendur hefja umræðuna (5 mínútur hver):
Irma Erlingsdóttir, bókmenntafræðingur
Eggert Briem, stærðfræðingur
Björg Eva Erlendsdóttir, blaðamaður
Davíð A. Stefánsson, bókmenntafræðingur
Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og hver sem vill fær tvær mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga.
Fundarstjórn og tímavarsla verður sem fyrr tekin föstum tökum í nafni lýðræðislegrar umræðu.
Sýnum stuðning með þátttöku spyrjum og heimtum svör látum í okkur heyra.
Við ítrekum breyttan fundarstað. Hittumst á NASA kl. 20:00.
F.h. undirbúningshóps: Gunnar Sigurðsson leikstjóri (gus@mmedia.is - s: 897 7694) og Davíð A. Stefánsson bókmenntafræðingur (david@ljod.is - s: 864 7200).