Bræði

Það henti einhver rauðri málningu í augun á mér
og lét mig éta súrsaðan steypukepp
hrærðan við rotinn róg.

Þöggun

Saklaust barn í faðmi ástríkar fjölskyldu
Lærir orð sem móta hjarta þess:

Jafnrétti, frelsi og bræðralag
Ást, friður og hamingja

Einlægt ungmenni með róttækar hugsjónir
Lærir orð sem móta hjarta þess:

Niðurrifsseggur, naívisti, skríll
Afturhaldskommatittur

Miðaldra maður með brostna drauma
Man ekki orðin sem mótuðu hjarta hans.


borgarafundur.org

Það er engum ofsögum sagt að þetta var frábær fundur í alla staði.

Háskólabíó næst - engin spurning.

Minni á vefsíðu borgarafundarins http://www.borgarafundur.org/

Fundurinn var myndaður í öll horn og kima og munu því bæði ljósmyndir og myndskeið frá fundinum birtast á vefnum innan skamms.


mbl.is „Stórkostlegur fundur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

borgarafundur.org

Skoðið heimasíðuna: www.borgarafundur.org  

Þriðji opni borgarafundurinn verður haldinn á NASA við Austurvöll, mánudaginn 17. nóvember klukkan 20:00.

Í pallborði verða ritstjórar og fréttastjórar helstu fjölmiðla landsins, auk fulltrúa frá Blaðamannafélagi Íslands.

Hvetjum ríkisstjórn Íslands og alla alþingismenn til að mæta á svæðið, hlusta á sína kjósendur og vera með í umræðunni. Hvetjum ennfremur alla fjölmiðlamenn og konur til að mæta og taka þátt.

Til hvers?

Til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum.

Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum, bankastjórum, fréttastjórum og öðru fjölmiðlafólki er boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga, milliliðalaust.

  • Til að almenningur fái skýr skilaboð og sé ekki hafður útundan í umræðunni.
  • Til að leita spurninga og svara um efnahagsástandið.

Fyrirkomulag:
Fjórir frummælendur hefja umræðuna (5 mínútur hver):

Irma Erlingsdóttir, bókmenntafræðingur
Eggert Briem, stærðfræðingur
Björg Eva Erlendsdóttir, blaðamaður
Davíð A. Stefánsson, bókmenntafræðingur

Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og hver sem vill fær tvær mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga.

Fundarstjórn og tímavarsla verður sem fyrr tekin föstum tökum í nafni lýðræðislegrar umræðu.

Sýnum stuðning með þátttöku – spyrjum og heimtum svör – látum í okkur heyra.

Við ítrekum breyttan fundarstað. Hittumst á NASA kl. 20:00.

 

F.h. undirbúningshóps: Gunnar Sigurðsson leikstjóri (gus@mmedia.is - s: 897 7694) og Davíð A. Stefánsson bókmenntafræðingur (david@ljod.is - s: 864 7200).

 


mbl.is Friður og blóm á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OPINN BORGARAFUNDUR Í IÐNÓ

OPINN BORGARAFUNDUR

- um stöðu þjóðarinnar -

í Iðnó, laugardaginn 8.nóvember frá 13.00-14.30

Sjá einnig vefsíðu: http://www.borgarafundur.org/

Til hvers?

  • Til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum.
  • Á síðustu vikum hefur almennum borgurum hvergi gefist kostur á að tjá sig eða spyrja ráðamenn beinna spurninga.
  • Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum verður boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga, milliliðalaust.
  • Til að almenningur fái skýr skilaboð og sé ekki hafður útundan í umræðunni.
  • Til að leita spurninga og svara um hvað framtíðin ber í skauti sér.

Fyrirkomulag

Fundarstjóri verður Gunnar Sigurðsson, leikstjóri.

Fjórir frummælendur hefja umræðuna (5-10 mín hver):

Lilja Mósesdóttir hagfræðingur, Pétur Tyrfingsson sálfræðingur, Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi og Halla Gunnarsdóttir blaðamaður.

Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og hver sem vill fær tvær mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja spurninga. Svarendum eru gefnar tvær mínútur til þess að svara.

Hverjum stjórnmálaflokki verður boðið að hafa einn fulltrúa á sviði til að svara spurningum. Við boðum formenn eða varaformenn eða að þeir sendi sinn fulltrúa og hvetjum sem flesta þingmenn að mæta .

Fundurinn verður festur á myndband til sýninga á netmiðlum og fyrir sjónvarp. Settir verða upp hátalar bæði í forsal og fyrir utan Iðnó.

Fundurinn verður tekinn upp af RUV og sendur út Þriðjudaginn 11 nóv kl. 21.00 á Rás 1 í þættinum Í heyranda hljóði umsjón Ævar Kjartanson.

Settur verður fundarritari og tekin saman ályktun í lok fundar ef þurfa þykir.

 

Takmarkaður sætafjöldi – sýnum stuðning með þátttöku – spyrjum og heimtum svör – látum í okkur heyra.

F.h. undirbúningshóps: Gunnar Sigurðsson leikstjóri (gus@mmedia.is  - s: 897 7694) og Davíð A. Stefánsson bókmenntafræðingur (david@ljod.is  - s: 864 7200).


mbl.is Spá 40% lækkun íbúðaverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar, takk !

Ég hef aldrei verið spennt fyrir lélegum försum.

Leikarar hlaupa inn út út af sviðinu, skella hurðum og segja eitthvað kjánalegt.

Er ekki kominn tími til að leyfa okkur kjósendum að segja hvað okkur finnst um þessi mál og boða til kosninga á stundinni ?

Alien


mbl.is Ólafur og Vilhjálmur stýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jörð kallar ...

... er einhver þarna úti?

Geimveran hefur ákveðið að láta rödd sína hljóma frá fleiri stöðum en úr sófanum sínum. Hinsvegar er ljóst að geimveran er að mörgu leiti ekki eins og flestir jarðarbúar og því spurning hvort einhver mun hlusta á hana. Vonandi finnst þó einhverjum áhugavert að rannsaka sýn geimverunnar á mannlífið og kannski villast hingað inn aðrar geimverur frá sömu plánetu.

AlienG


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband